Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. febrúar 2021 20:05 Anna Sigríður Vernharðsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. STÖÐ2 Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag. Um þrjú þúsund og tvö hundruð börn fæðast árlega á Landspítalanum, en óvenju mikið annríki hefur verið þar að undanförnu. „Núna síðustu tvær vikur hafa verið að fæðast hérna tíu til ellefu börn að meðaltali en svona á venjulegum degi, ef maður tekur svona meðaltal yfir árið þá eru það svona átta til níu börn sem fæðast að meðaltali hér. Þannig að það er svona búið að vera líflegt hérna,“ sagði Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Í þessum önnum núna síðustu tvær vikurnar þá komu flest sautján börn einn daginn.“ Samkomubannsbörn? Hún segir að almennt sé ekki hægt að spá fyrir um annríki á fæðingardeildinni. „Frekar hægt að segja að það séu tveir mánuðir sem skera sig úr að vera ekki svo annasamir, það er desember og janúar sem eru svona síst annasamir en það hefur verið óvenju annasamt síðustu tvær vikurnar,“ sagði Anna. Það er oft talað um þjóðhátíðarbörn, er hægt að tala um samkomubannsbörn í dag? „Kannski en það er ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðu eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum.“ Hún segir einstaklega ánægjulegt að fá að taka á móti nýju lífi en starfsfólkið fagnar því líka sérstaklega að starfsemi fæðingarvaktarinnar sé loks farin að taka á sig eðlilegri mynd, en þar, líkt og annars staðar, voru settar strangar skorður í heimsfaraldrinum. „Það er alltaf líf og fjör hérna og okkur finnst mjög gaman að vinna hér og eiginlega bara forréttindi að fá að vera með fólki hérna á þessari stundu. Það er alltaf líf og fjör.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Um þrjú þúsund og tvö hundruð börn fæðast árlega á Landspítalanum, en óvenju mikið annríki hefur verið þar að undanförnu. „Núna síðustu tvær vikur hafa verið að fæðast hérna tíu til ellefu börn að meðaltali en svona á venjulegum degi, ef maður tekur svona meðaltal yfir árið þá eru það svona átta til níu börn sem fæðast að meðaltali hér. Þannig að það er svona búið að vera líflegt hérna,“ sagði Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Í þessum önnum núna síðustu tvær vikurnar þá komu flest sautján börn einn daginn.“ Samkomubannsbörn? Hún segir að almennt sé ekki hægt að spá fyrir um annríki á fæðingardeildinni. „Frekar hægt að segja að það séu tveir mánuðir sem skera sig úr að vera ekki svo annasamir, það er desember og janúar sem eru svona síst annasamir en það hefur verið óvenju annasamt síðustu tvær vikurnar,“ sagði Anna. Það er oft talað um þjóðhátíðarbörn, er hægt að tala um samkomubannsbörn í dag? „Kannski en það er ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðu eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum.“ Hún segir einstaklega ánægjulegt að fá að taka á móti nýju lífi en starfsfólkið fagnar því líka sérstaklega að starfsemi fæðingarvaktarinnar sé loks farin að taka á sig eðlilegri mynd, en þar, líkt og annars staðar, voru settar strangar skorður í heimsfaraldrinum. „Það er alltaf líf og fjör hérna og okkur finnst mjög gaman að vinna hér og eiginlega bara forréttindi að fá að vera með fólki hérna á þessari stundu. Það er alltaf líf og fjör.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“