Telja fimmtán hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 06:54 Lögreglan telur að alls séu fimmtán hópar hér á landi sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld telja að alls séu fimmtán hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi sem séu starfandi hér á landi. Glæpastarfsemin einskorðist þó ekki við Ísland heldur teygi hún anga sína víðar. Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er. Lögreglumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er.
Lögreglumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira