Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 11:01 Joe og Armin Prude, frændur Daniel Prude, með mynd af honum. AP/Ted Shaffrey Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira