Er málaskráin þín á facebook? Sara Pálsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Stjórnsýsla Sara Pálsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila. Hvað er málaskrá? Málaskrá einstaklinga er sú skrá þar sem öll afskipti lögreglu af viðkomandi, eru skráð. Hvort sem viðkomandi er þá grunaður einsaklingur, kærður, brotaþoli, vitni eða jafnvel hittist einhvers staðar fyrir af tilviljun, hver einasta hraðasekt, allt er þetta skráð í málaskrá viðkomandi og geymt hjá Ríkislögreglustjóra. Skráningar á málaskrá fyrnast aldrei, og því geta verið um að ræða 20 eða jafnvel 30 ára gamlar skráningar. Ljóst er að þessar skrár innihalda gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga þessa lands. Vegna þess hve viðkvæmar umræddar upplýsingar eru, gilda strangar reglur um skráningu og meðferð slíkra upplýsinga. Aðeins fáir, útvaldir hafa aðgang að málaskránni og eingöngu af tilteknum lögákveðnum ástæðum, má fara í slíka skrá. Í gegn um árin hafa komið upp hneykslismál þar sem lögreglan virðist hafa misbeitt aðgangsheimildum sínum að slíkum upplýsingum. Öll meðferð á slíkum málaskrám og þeim upplýsingum sem þar koma fram er niðurnjörvuð í lögum og reglugerðum um meðferð persónuupplýsinga. Bann við miðlun og dreifingu upplýsinganna er að finna í lögum þessum, nema í algjörum undantekningartilvikum. Líkt sem fyrr greindi hefur undirrituð orðið þess vör að verið sé að dreifa þessum málaskrám, í heild sinni, til sýslumannsembætta sem hafa til meðferðar beiðnir einstaklinga um umgengni við börn sín. Er fulltrúi sýslumanns þá að óska eftir slíkri málaskrá frá Ríkislögreglustjóra, sem svo afhendir hana í heild sinni, athugasemdalaust. Tel ég enga lagaheimild til slíks vera fyrir hendi og þvert á móti að um alvarleg og víðtæk lögbrot og mannréttindabrot sé að ræða. Í sumum tilvikum eru foreldrar, sem eru lagalega skyldir til að fara með mál vegna umgengni barns, til sýslumannsembætta, látnir skrifa undir óljóst “samþykkisbréf” um heimild emnættisins til öflunar persónuupplýsinga, þ.m.t. málaskrár. Ég tel ekki að með þessu bréfi fylgi viðhlítandi leiðbeining frá stjórnvaldinu um hvað sé í rauninni verið að samþykkja og leyfi mér að fullyrða að í langfæstum tilfellum sé fóllk að átta sig á hvað slíkt samþykki felur í sér. Þó hef ég séð dæmi um að slíks samþykkis sé ekki aflað yfirhöfuð en málaskrár þó aflað samt sem áður. Ljóst er þó að slíkt samþykki felur ekki í sér dreifingu slíkra skráa en ég tel að ólögmæt dreifing á málaskrám sé að eiga sér stað hjá sýslumannsembættum sem brýtur í bága við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Fyrir utan þessi, að mínu mati augljósu lög- og persónuverndarbrot, er þar að auki verið að dreifa þessum málaskrám, bæði innan embættis sýslumannsins (t.d. til “sérfræðings”, sem ræðir við barn og gerir skýrslu), sem eru almennir starfsmenn og utan þess. Eins og að það sé ekki nógu slæmt, heldur er ljóst að þegar aðilar umgengnismáls, þ.e. foreldrar, sem iðulega standa í erfiðri og oft hatrammri deilu sín á milli, og eru þess vegna komnir með mál til úrskurðar hjá sýslumanni, fá svo óheftan aðgang að öllum gögnum málsins, þ.m.t. málaskrá hins foreldrisins. Þannig er þinn eða þín fyrrverandi allt í einu komin með málaskrá þína í hendur og gæti allt eins póstað henni á facebook, ef því er að skipta. Engin bönd eru á dreifingu slíkrar málaskrá þegar hún er komin til einstaklings út í bæ, sem þar að auki er mögulega bitur og reiður út í þann einstakling sem málaskráin varðar. Svo er verið að leggja þessi skjöl fram í dómsmálum o.fl. og nota gegn fólki. Undirrituð hefur þegar sent ábendingu vegna þessa á embætti Persónuverndar með kröfu um að embættið hlutist til um að rannsaka þessa alvarlegu persónuverndar brotalöm, stöðvi þessa hömlulausu málaskráardreifingu stjórnvalda, og tryggi rétta og löglega meðferð þessara gríðarlega viðkvæmu persónuupplýsinga, bæði hjá Ríkislögreglustjóra og hjá sýslumannsembættum landsins. Þessu til viðbótar vara ég alla foreldra við, sem standa í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins og hvet alla til að neita að skrifa undir samþykki um öflunar málaskrár og senda kvörtun í framhaldi til Persónuverndar, verði þeir krafnir um slíkt. Eiga þessar skrár nákvæmlega ekkert erindi inn í umgengnismál, þá brýtur þetta í bága við lög og er þar að auki ljóst að sýslumaður hefur gerst sekur um ólögmæta dreifingu þessara upplýsinga. Ég tel að þeir sem lent hafi í þessum óförum, kynnu að eiga rétt til miskabóta. Höfundur er lögmaður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun