Við tökum þetta bara á trúnni Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 13:00 Frumvarp til laga um kristinfræðslu var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sem ég hef nýlokið rannsókn á fjármálalæsi í skólakerfinu vegna meistaranáms við Háskóla Íslands tel ég mig knúna til þess að leggja orð í belg og vekja athygli á undarlegri forgangsröðun okkar ágætu þingmanna. Staðan er nefnilega þannig að í dag er meiri áhersla á trú en fjármál í aðalnámskrá grunnskólanna, þrátt fyrir að fjármálalæsi sé talin lykilhæfni 21. aldarinnar. Á meðan löndin í kringum okkur keppast við að efla fjármálalæsi í menntakerfum sínum þá hafa íslenskir stjórnmálamenn áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á kristinfræði í skólum og verja dýrmætum tíma sínum til þess að efla þá fræðslu. Já, þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að við séum komin langt frá þeim markmiðum kennslunnar sem sett voru á miðri 16. öld! Eruð þið að grínast? Ég veit í alvörunni ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta en það er erfitt að bera traust til stjórnmálamanna sem horfa til 16. aldar þegar kemur að menntamálum. Hvort þingmenn séu ekki tengdir raunveruleikanum eða hvort fjármálalæsi þeirra sjálfra sé svo slakt að þeir gera sér ekki grein fyrir hættunni sem við stöndum frammi fyrir ef við eflum ekki þessa fræðslu skal ég ekki segja. En ég ætla að minnsta kosti að leyfa mér að benda þeim á nokkrar staðreyndir: Fjármálalæsi er lykilhæfni Í nokkur ár hefur OECD safnað saman staðreyndum frá rannsakendum, stjórnmálafólki, kennurum og nemendum til þess að finna þessa lykilhæfni sem er sérstaklega mikilvæg fyrir framtíðina. Það hefur skilað auknum áherslum á fjóra þætti; 1) vitræna hæfni eins og stafrænt læsi og upplýsingalæsi, 2) félagslega og tilfinningalega færni og vitund þar með talda siðfræði, 3) heilsuvitund og 4) fjármálalæsi. Sú staðreynd að helstu sérfræðingar á þessu sviði skilgreini fjármálalæsi meðal fjögurra helstu þátta í lykilhæfni 21. aldarinnar ætti að undirstrika enn frekar mikilvægi þess að efla fjármálakennslu í íslensku skólakerfi. Með aukinni tækni- og alþjóðavæðingu þurfum við að taka fleiri fjárhagslegar ákvarðanir en áður. Fjármálaþjónusta er orðin aðgengilegri og flóknari. Fjártækni er raunveruleg ógn gagnvart fólki sem býr við slakt fjármálalæsi og því er efling á stafrænu fjármálalæsi eitt af forgangsverkefnum G20 ríkjanna. Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk þekkir furðu lítið til þess hvernig hagkerfi virka þrátt fyrir að taka daglega hagrænar ákvarðanir. En hæfni til þess að lesa í hagkerfið er mikilvæg grunnþekking sem hefur bæði áhrif á velferð einstaklingsins og samfélagsins. Í lýðræðissamfélagi reynir enn frekar á hæfni fólks í hagfræðilæsi. Lýðræði snýst jú um að taka þátt! Og auðvitað viljum við að fólk taki upplýsta ákvörðun þegar það kýs um samfélagslega mikilvæg málefni. En grunnforsenda upplýstrar ákvörðunar er gagnrýn hugsun, og það er ekki hægt að sýna gagnrýna hugsun án þess að hafa ákveðna þekkingu. Því skyldi maður halda að það væri kappsmál stjórnmálamanna sem starfa af heilindum að efla þessa færni. Á Íslandi er staðan slæm og þeir sem vinna með fólki í fjárhagsvanda hafa verulegar áhyggjur. Á meðan fjármálafræðsla ætti að byrja ekki seinna en í 1 bekk og helst í skólahóp leikskóla, þá hefst hún hér á landi í unglingadeild, þegar krakkarnir okkar eru orðnir mjög virkir neytendur og fjárhagslegt sjálfstæði er handan við hornið. Helstu hindranir kennslunnar eru skortur á utanumhaldi, eftirfylgni, menntun kennara og námsefni. Stór misskilningur Í kjölfar þess að ný aðalnámskrá leit dagsins ljós árið 2013 var vakin athygli á því að áherslur á fjármálalæsi hefði aukist - ákvæði um fjármálalæsi væri nú komið inn í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna. En sannleikurinn er sá að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar ráðamanna er ekki að sjá nein ákvæði í námskrá framhaldsskólanna og það dró úr áherslum á fjármál í aðalnámskrá grunnskólanna ásamt því að námsmatið datt út. Þetta blasir við þegar þessar tvær námskrár eru bornar saman. Aðalnámskrá grunnskóla 2007 Aðalnámskrá grunnskóla 2013 Fleiri hæfniviðmið sem snúa að trú en fjármálum Í frumvarpinu er réttilega bent á það að samfélagsgreinar fái ekki nema rúm 11% af heildartímafjölda nemenda í grunnskólum og er vakin athygli á því í frumvarpinu að of litlum tíma sé varið í samfélagsgreinar. Það er svo sannarlega rétt, enda er viðmiðunarstundaskrá ekki í neinum tengslum við raunveruleikann þegar tekið er mið af hæfniviðmiðum. En það má kannski fylgja sögunni að í samfélagsfræði eru 54 hæfniviðmið og snúa 10 þeirra að trú á meðan einu hæfniviðmiði er varið í fjármál fyrir utan þrjár tilvísanir í hugtökin „Efnahagslíf“ og „atvinnulíf“ í tengslum við skilning á samfélaginu. Það eru því margfalt fleiri kennslustundir eyrnamerktar trúfræði en fjármálum. Nú stöndum við í miðjum klíðum Covid með öllum þeim efnahagslegu áskorunum sem því fylgir. Það eru rétt rúm 10 ár síðan efnahagslífið á Íslandi hrundi. Erlendis eru menn farnir að horfa í fjárhagslega seiglu sem snýr meðal annars að því að efla færni fólks í að takast á við svona óvæntar uppákomur. Er ekki kominn tími til að við förum að veita þessum málum álíka athygli hér á landi? Eða ætlum við börnunum okkar og þjóðinni að komast í gegnum fjárhagslegar áskoranir á trúnni einni saman? Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Skóla - og menntamál Alþingi Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Frumvarp til laga um kristinfræðslu var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sem ég hef nýlokið rannsókn á fjármálalæsi í skólakerfinu vegna meistaranáms við Háskóla Íslands tel ég mig knúna til þess að leggja orð í belg og vekja athygli á undarlegri forgangsröðun okkar ágætu þingmanna. Staðan er nefnilega þannig að í dag er meiri áhersla á trú en fjármál í aðalnámskrá grunnskólanna, þrátt fyrir að fjármálalæsi sé talin lykilhæfni 21. aldarinnar. Á meðan löndin í kringum okkur keppast við að efla fjármálalæsi í menntakerfum sínum þá hafa íslenskir stjórnmálamenn áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á kristinfræði í skólum og verja dýrmætum tíma sínum til þess að efla þá fræðslu. Já, þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að við séum komin langt frá þeim markmiðum kennslunnar sem sett voru á miðri 16. öld! Eruð þið að grínast? Ég veit í alvörunni ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta en það er erfitt að bera traust til stjórnmálamanna sem horfa til 16. aldar þegar kemur að menntamálum. Hvort þingmenn séu ekki tengdir raunveruleikanum eða hvort fjármálalæsi þeirra sjálfra sé svo slakt að þeir gera sér ekki grein fyrir hættunni sem við stöndum frammi fyrir ef við eflum ekki þessa fræðslu skal ég ekki segja. En ég ætla að minnsta kosti að leyfa mér að benda þeim á nokkrar staðreyndir: Fjármálalæsi er lykilhæfni Í nokkur ár hefur OECD safnað saman staðreyndum frá rannsakendum, stjórnmálafólki, kennurum og nemendum til þess að finna þessa lykilhæfni sem er sérstaklega mikilvæg fyrir framtíðina. Það hefur skilað auknum áherslum á fjóra þætti; 1) vitræna hæfni eins og stafrænt læsi og upplýsingalæsi, 2) félagslega og tilfinningalega færni og vitund þar með talda siðfræði, 3) heilsuvitund og 4) fjármálalæsi. Sú staðreynd að helstu sérfræðingar á þessu sviði skilgreini fjármálalæsi meðal fjögurra helstu þátta í lykilhæfni 21. aldarinnar ætti að undirstrika enn frekar mikilvægi þess að efla fjármálakennslu í íslensku skólakerfi. Með aukinni tækni- og alþjóðavæðingu þurfum við að taka fleiri fjárhagslegar ákvarðanir en áður. Fjármálaþjónusta er orðin aðgengilegri og flóknari. Fjártækni er raunveruleg ógn gagnvart fólki sem býr við slakt fjármálalæsi og því er efling á stafrænu fjármálalæsi eitt af forgangsverkefnum G20 ríkjanna. Þá hafa rannsóknir sýnt að fólk þekkir furðu lítið til þess hvernig hagkerfi virka þrátt fyrir að taka daglega hagrænar ákvarðanir. En hæfni til þess að lesa í hagkerfið er mikilvæg grunnþekking sem hefur bæði áhrif á velferð einstaklingsins og samfélagsins. Í lýðræðissamfélagi reynir enn frekar á hæfni fólks í hagfræðilæsi. Lýðræði snýst jú um að taka þátt! Og auðvitað viljum við að fólk taki upplýsta ákvörðun þegar það kýs um samfélagslega mikilvæg málefni. En grunnforsenda upplýstrar ákvörðunar er gagnrýn hugsun, og það er ekki hægt að sýna gagnrýna hugsun án þess að hafa ákveðna þekkingu. Því skyldi maður halda að það væri kappsmál stjórnmálamanna sem starfa af heilindum að efla þessa færni. Á Íslandi er staðan slæm og þeir sem vinna með fólki í fjárhagsvanda hafa verulegar áhyggjur. Á meðan fjármálafræðsla ætti að byrja ekki seinna en í 1 bekk og helst í skólahóp leikskóla, þá hefst hún hér á landi í unglingadeild, þegar krakkarnir okkar eru orðnir mjög virkir neytendur og fjárhagslegt sjálfstæði er handan við hornið. Helstu hindranir kennslunnar eru skortur á utanumhaldi, eftirfylgni, menntun kennara og námsefni. Stór misskilningur Í kjölfar þess að ný aðalnámskrá leit dagsins ljós árið 2013 var vakin athygli á því að áherslur á fjármálalæsi hefði aukist - ákvæði um fjármálalæsi væri nú komið inn í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna. En sannleikurinn er sá að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar ráðamanna er ekki að sjá nein ákvæði í námskrá framhaldsskólanna og það dró úr áherslum á fjármál í aðalnámskrá grunnskólanna ásamt því að námsmatið datt út. Þetta blasir við þegar þessar tvær námskrár eru bornar saman. Aðalnámskrá grunnskóla 2007 Aðalnámskrá grunnskóla 2013 Fleiri hæfniviðmið sem snúa að trú en fjármálum Í frumvarpinu er réttilega bent á það að samfélagsgreinar fái ekki nema rúm 11% af heildartímafjölda nemenda í grunnskólum og er vakin athygli á því í frumvarpinu að of litlum tíma sé varið í samfélagsgreinar. Það er svo sannarlega rétt, enda er viðmiðunarstundaskrá ekki í neinum tengslum við raunveruleikann þegar tekið er mið af hæfniviðmiðum. En það má kannski fylgja sögunni að í samfélagsfræði eru 54 hæfniviðmið og snúa 10 þeirra að trú á meðan einu hæfniviðmiði er varið í fjármál fyrir utan þrjár tilvísanir í hugtökin „Efnahagslíf“ og „atvinnulíf“ í tengslum við skilning á samfélaginu. Það eru því margfalt fleiri kennslustundir eyrnamerktar trúfræði en fjármálum. Nú stöndum við í miðjum klíðum Covid með öllum þeim efnahagslegu áskorunum sem því fylgir. Það eru rétt rúm 10 ár síðan efnahagslífið á Íslandi hrundi. Erlendis eru menn farnir að horfa í fjárhagslega seiglu sem snýr meðal annars að því að efla færni fólks í að takast á við svona óvæntar uppákomur. Er ekki kominn tími til að við förum að veita þessum málum álíka athygli hér á landi? Eða ætlum við börnunum okkar og þjóðinni að komast í gegnum fjárhagslegar áskoranir á trúnni einni saman? Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun