Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Lilja og Bjarni hafa fundað og eru sammála um að það beri að skattleggja erlenda miðla og efnisveitur sem taka stöðugt meira til sín hér á landi. vísir/vilhelm Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04