Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:06 Rannsóknin er gríðarlega umfangsmikil. Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. Alls eru níu í haldi í tengslum við morðið á hinum albanska Armando Beqirai, en honum var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Karlmaður frá Litháen var í framhaldinu handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út klukkan sextán í dag en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort farið verði fram á framlengingu. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn, sem fyrstur var handtekinn, sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Einn Íslendingur er grunaður í málinu en hinir koma frá Litháen, Albaníu og Spáni. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. 17. febrúar 2021 18:26 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Alls eru níu í haldi í tengslum við morðið á hinum albanska Armando Beqirai, en honum var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Karlmaður frá Litháen var í framhaldinu handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út klukkan sextán í dag en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort farið verði fram á framlengingu. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn, sem fyrstur var handtekinn, sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Einn Íslendingur er grunaður í málinu en hinir koma frá Litháen, Albaníu og Spáni.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. 17. febrúar 2021 18:26 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34
Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. 17. febrúar 2021 18:26
„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03