„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 11:30 Geir Þorsteinsson var í áratug framkvæmdastjóri KSÍ og svo annan áratug formaður KSÍ. Hann er nú framkvæmdastjóri ÍA. vísir/Daníel „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira