Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 10:19 Íbúar Houston bíða í röð eftir gastönkum. AP/David J. Phillip Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55