Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2021 17:25 Brynjar Karl segir það algerlega ljóst að Viða Halldórsson prófessor hafi ekki unnið heimavinnu sína þegar hann setti sína gagnrýni fram. Hún sé fráleit. Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“ Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira