Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2021 17:25 Brynjar Karl segir það algerlega ljóst að Viða Halldórsson prófessor hafi ekki unnið heimavinnu sína þegar hann setti sína gagnrýni fram. Hún sé fráleit. Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“ Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent