Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 06:55 Trump og McConnell þegar allt lék í lyndi á milli þeirra í forsetatíð þess fyrrnefnda. Getty/Drew Angerer Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39