Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir fyrirhugaðar breytingar á landamærum eftir ríkisstjórnarfund í dag. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15
Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43
Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25