Gagnrýnir Ástrali fyrir að svipta grunaðan ISIS-liða ríkisborgararétti Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2021 08:15 Jacinda Ardern segir að réttast væri að konan yrði send til Ástralíu í stað Nýja-Sjálands. Getty/Hagen Hopkins Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa einhliða svipt konu, sem handtekin var í Tyrklandi vegna gruns um tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, ríkisborgararétti. Áströlsk stjórnvöld hafa varið ákvörðunina, en konan var áður með tvöfaldan ríkisborgararétt, ástralskan og nýsjálenskan. Ardern segir að réttast væri að konan yrði send til Ástralíu í stað Nýja-Sjálands. „Það er rangt að Nýja-Sjáland eigi að bera ábyrgð á stöðu sem felur í sér konu sem hafi ekki búið í Nýja-Sjálandi síðan hún var sex ára og hefur frá þeim tíma búið í Ástralíu, á þar fjölskyldu og fór frá Ástralíu til Sýrlands á áströlsku vegabréfi sínu,“ sagði Ardern í yfirlýsingu ig bætti við að allar sanngjarnar manneskjur myndu telja þessa manneskju vera ástralska. Það geri Ardern einnig. Vinni betur saman Ardern hefur komið afstöðu nýsjálenskra stjórnvalda á framfæri við Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og ítrekað að ríkin tvö eigi að vinna nánar saman að málum sem fela í sér tvöfaldan ríkisborgararétt. Morrisson segir að konan hafi sjálfkrafa misst ríkisborgararétt sinn vegna tengsla sinna við hryðjuverkasamtökin og að það væri hans skylda að tryggja þjóðaröryggi í Ástralíu. Þúsundir í fangelsum og flóttamannabúðum Tyrknesk yfirvöld greindu frá því á mánudaginn að þrír Nýsjálendingar hafi komið ólöglega til Tyrklands frá Sýrlands, þar sem einn hafi haft tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þúsundir fyrrverandi grunaðra hryðjuverkamanna með tengsl við ISIS dvelja nú í fangelsum og flóttamannabúðum í Sýrlandi og Írak. Ástralía Nýja-Sjáland Tyrkland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Áströlsk stjórnvöld hafa varið ákvörðunina, en konan var áður með tvöfaldan ríkisborgararétt, ástralskan og nýsjálenskan. Ardern segir að réttast væri að konan yrði send til Ástralíu í stað Nýja-Sjálands. „Það er rangt að Nýja-Sjáland eigi að bera ábyrgð á stöðu sem felur í sér konu sem hafi ekki búið í Nýja-Sjálandi síðan hún var sex ára og hefur frá þeim tíma búið í Ástralíu, á þar fjölskyldu og fór frá Ástralíu til Sýrlands á áströlsku vegabréfi sínu,“ sagði Ardern í yfirlýsingu ig bætti við að allar sanngjarnar manneskjur myndu telja þessa manneskju vera ástralska. Það geri Ardern einnig. Vinni betur saman Ardern hefur komið afstöðu nýsjálenskra stjórnvalda á framfæri við Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og ítrekað að ríkin tvö eigi að vinna nánar saman að málum sem fela í sér tvöfaldan ríkisborgararétt. Morrisson segir að konan hafi sjálfkrafa misst ríkisborgararétt sinn vegna tengsla sinna við hryðjuverkasamtökin og að það væri hans skylda að tryggja þjóðaröryggi í Ástralíu. Þúsundir í fangelsum og flóttamannabúðum Tyrknesk yfirvöld greindu frá því á mánudaginn að þrír Nýsjálendingar hafi komið ólöglega til Tyrklands frá Sýrlands, þar sem einn hafi haft tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þúsundir fyrrverandi grunaðra hryðjuverkamanna með tengsl við ISIS dvelja nú í fangelsum og flóttamannabúðum í Sýrlandi og Írak.
Ástralía Nýja-Sjáland Tyrkland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira