Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 15:51 Vladimír Pútín og Elon Musk. Vísir/EPA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar. Málið má rekja til þess að um helgina tísti Musk, sem er ríkasti maður heims, spurningu til Twitterreiknings forsetaembættis Rússlands og spurði hvort forsetinn væri til í spjall í gegnum forritið Clubhouse. Hann bætti svo við á rússnesku að það væri mikill heiður að fá að tala við Pútín. — Elon Musk (@elonmusk) February 13, 2021 Clubhouse er tiltölulega nýr samfélagsmiðill þar sem fólk getur rætt saman á stafrænum sviðum þar sem notendur geta hlustað á samræðurnar. Umræðurnar fara eingöngu fram með hljóði. Miðillinn er enn sem komið er eingöngu aðgengilegur í tæki Appe en hefur verið að njóta mikillar athygli. Notendur þurfa þó að fá boð frá öðrum aðila sem hefur þegar gerst notandi. Dimitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í dag að boð Musk væri „mjög áhugavert“. Hann sagðist þó þurfa frekari upplýsingar um hvað Musk væri að leggja til, áður en hægt verður að samþykkja eða hafna boðinu. Peskov sagði einnig að Pútín, sem starfaði á árum áður hjá KBG, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og hefur sagt Internetið á vegum CIA, notaðist ekki sjálfur við samfélagsmiðla. Musk lýsti því nýverið yfir að hann og rapparinn Kanye West hefðu mælt sér mót á Clubhouse en ekki liggur fyrir hvenær fundur þeirra mun fara fram. Rússland Tesla Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Málið má rekja til þess að um helgina tísti Musk, sem er ríkasti maður heims, spurningu til Twitterreiknings forsetaembættis Rússlands og spurði hvort forsetinn væri til í spjall í gegnum forritið Clubhouse. Hann bætti svo við á rússnesku að það væri mikill heiður að fá að tala við Pútín. — Elon Musk (@elonmusk) February 13, 2021 Clubhouse er tiltölulega nýr samfélagsmiðill þar sem fólk getur rætt saman á stafrænum sviðum þar sem notendur geta hlustað á samræðurnar. Umræðurnar fara eingöngu fram með hljóði. Miðillinn er enn sem komið er eingöngu aðgengilegur í tæki Appe en hefur verið að njóta mikillar athygli. Notendur þurfa þó að fá boð frá öðrum aðila sem hefur þegar gerst notandi. Dimitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í dag að boð Musk væri „mjög áhugavert“. Hann sagðist þó þurfa frekari upplýsingar um hvað Musk væri að leggja til, áður en hægt verður að samþykkja eða hafna boðinu. Peskov sagði einnig að Pútín, sem starfaði á árum áður hjá KBG, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og hefur sagt Internetið á vegum CIA, notaðist ekki sjálfur við samfélagsmiðla. Musk lýsti því nýverið yfir að hann og rapparinn Kanye West hefðu mælt sér mót á Clubhouse en ekki liggur fyrir hvenær fundur þeirra mun fara fram.
Rússland Tesla Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira