„Varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2021 10:00 Unnur Eggertsdóttir opnar sig um ástina. vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur hefur gengið í gegnum margt og mikið á sinni lífsleið og glímir hún í dag við áfallastreituröskun eftir röð áfalla. Eitt af þeim áföllum var þegar ölvaður ökumaður ók bifreið sinni á kærasta hennar Travis með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Unnur hefur verið í sambandi með Travis, sem er tónlistarmaður, í tvö ár. „Við höfum verið í fjarsambandi í nokkra mánuði út af öllu þessi ástandi. Hann kom í líf mitt fyrir tveimur árum og ég er rosalega rómantísk manneskja en aldrei einhver svona sambands manneskja,“ segir Unnur og heldur áfram. „Mér fannst rosalega gaman að vera einhleyp og sjálfstæð og það hefur alltaf þurft mikið til að ég færi að fórna því fyrir að vera í sambandi. En með Travis, ég varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið. Hann er fyndinn og það skín af honum hvað hann er með gott hjarta.“ Unnur tekur það skýrt fram að samband þeirra sé eins og öll önnur og þau rífist alveg endrum og eins. „Ég hefði rosalega mikið vilja vita það áður en ég fór í mitt fyrsta fullorðins samband 26 ára að það er alveg eðlilegt að vera ósammála maka þínum og ég væri alveg til í að tala meira um það. Það á ekkert að vera ógnvekjandi að rífast við makann þinn svo lengi sem það er ekki verið að öskra og tala niður til hvors annars.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Íslendingar erlendis Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur hefur gengið í gegnum margt og mikið á sinni lífsleið og glímir hún í dag við áfallastreituröskun eftir röð áfalla. Eitt af þeim áföllum var þegar ölvaður ökumaður ók bifreið sinni á kærasta hennar Travis með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Unnur hefur verið í sambandi með Travis, sem er tónlistarmaður, í tvö ár. „Við höfum verið í fjarsambandi í nokkra mánuði út af öllu þessi ástandi. Hann kom í líf mitt fyrir tveimur árum og ég er rosalega rómantísk manneskja en aldrei einhver svona sambands manneskja,“ segir Unnur og heldur áfram. „Mér fannst rosalega gaman að vera einhleyp og sjálfstæð og það hefur alltaf þurft mikið til að ég færi að fórna því fyrir að vera í sambandi. En með Travis, ég varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið. Hann er fyndinn og það skín af honum hvað hann er með gott hjarta.“ Unnur tekur það skýrt fram að samband þeirra sé eins og öll önnur og þau rífist alveg endrum og eins. „Ég hefði rosalega mikið vilja vita það áður en ég fór í mitt fyrsta fullorðins samband 26 ára að það er alveg eðlilegt að vera ósammála maka þínum og ég væri alveg til í að tala meira um það. Það á ekkert að vera ógnvekjandi að rífast við makann þinn svo lengi sem það er ekki verið að öskra og tala niður til hvors annars.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Íslendingar erlendis Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira