Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 11:46 Víða í Bandaríkjunum er deilt um réttindi transfólks. Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu. Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá. Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá.
Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira