Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Íris Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 14:30 Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Eyjafjarðarsveit Meðferðarheimili Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun