Viðskipti innlent

Loka Vín­búðinni í Borgar­túni

Atli Ísleifsson skrifar
Vínbúðin í Borgartúni í Reykjavík.
Vínbúðin í Borgartúni í Reykjavík. ÁTVR

Vínbúðinni í Borgartúni verður lokað frá og með mánudeginum 22. febrúar og rekstri hætt í núverandi húsnæði.

Frá þessu segir á vef ÁTVR en fyrirtækið auglýsti eftir húsnæði á svæðinu seinni hluta árs 2020 og buðu, meðal annarra, núverandi leigusalar húsnæðið áfram til leigu. 

„Hins vegar náðust ekki samningar og sú ákvörðun því tekin nú að loka Vínbúðinni. ÁTVR harmar þessa niðurstöðu en því miður eru ekki aðrir valkostir að svo stöddu.

Við biðjum viðskiptavini okkar afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin hefur í för með sér en bendum á að næstu Vínbúðir eru í Kringlunni, Skeifunni og Skútuvogi,“ segir í tilkynningunni.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við Vísi að til lengri tíma sé þó stefnan sú hjá ÁTVR að vera með verslun á umræddu svæði. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um framhaldið að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×