Breytingar á reglugerð Andrea Þórey Hjaltadóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:01 Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun