Hinn átján ára gamli Andrea Gresele spilar með unglingaliði Hellas Verona en slysið varð þó ekki í leik eða á æfingu.
Atvikið gerðist á laugardaginn þegar Andrea var úti að leika sér með vinum sínum.
Hann klifraði þá upp á lest á Porta Vescovo lestarstöðinni en rakst í rafmagnslínu fyrir ofan lestina og fékk raflost.
Verona: grave Andrea Gresele, calciatore della Primavera folgorato dai fili del treno https://t.co/ONKjNNCNuu
— Sky tg24 (@SkyTG24) February 8, 2021
Raflostið var einnig til þess að hann féll fjóra metra niður á jörðina.
Gresele braut hryggjarlið og það blæddi inn á heila hans við fallið. Hann fór í aðgerð á mánudaginn og er áfram í gjörgæslu.
Bæði Hellas Verona og erkifjendurnir í Chievo sendu honum baráttukveðjur á Twitter.
Andrea Gresele spilar sem hægri bakvörður og hefur staðið sig svo vel að hann var kallaður inn í aðalliðið fyrir bikarleik á móti Cagliari í nóvember.
.@HellasVeronaFC youth player Andrea Gresele is in intensive care as he suffered from an electric shock after touching the train lines and subsequently fell from 4m height.
— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) February 10, 2021
Keep fighting on, Andrea! https://t.co/Z25rCbWrXJ