Mótmæltu brottvísun Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 17:10 Ívar Pétur Kjartansson, vinur Uhunoma, ávarpar hópinn. Vísir/vilhelm Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Um 32 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. Á skiltum sem stuðningsmenn Uhunoma báru á Arnarhóli í dag mátti lesa áletranir á borð við #BjörgumUhunoma og „Hann á heima hér.“ Uhunoma Osayomore lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glími auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu um örlög hans. Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir.Stöð 2 Magnús D. Norðdahl, lögmaður Uhunoma, hefur skilað inn endurupptökubeiðni í máli hans. Hann telur mat stjórnvalda þess efnis að hann sé öruggur í Nígeríu óforsvaranlegt. „Og bara til að taka geðheilbrigðismálin, það eru þrjú hundruð geðlæknar starfandi í Nígeríu sem eru að sinna þjóð sem telur meira en tvö hundruð milljón manns. Þetta er sambærilegt við það ef við Íslendingar ættum að sammælast um það að nýta einn geðlækni, sem væri aukinheldur í hálfu starfi,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Alsettur örum eftir barsmíðar föðurins Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Hann segir föður sinn jafnframt hafa ráðið móður hans bana. „Vegna þess að ég grét sagði pabbi minn við mig að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi ekki lemja mig aftur. „Ekki hafa áhyggjur, ég mun gera allt betra. Ég mun ekki lemja þig aftur.“ En hann hætti aldrei. Ég er alsettur örum um allan líkamann sem hann veitti mér,“ sagði Uhunoma í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri. Stuðningsmenn hans mótmæltu í dag fyrirætlunum um að vísa honum úr landi.Vísir/vilhelm Stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No borders ræðir við stuðningsmenn Uhunoma á Arnarhóli í dag.Vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05