Opið bréf frá hollvinum Punktsins Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifa 9. febrúar 2021 16:43 Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar