Svala varð í gær 44 ára og fagnaði deginum með kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni á hótelinu vinsæla Bubble í Bláskógabyggð en þar gista gestir undir berum himninum í uppblásnum plastherbergjum. Einar er fæddur 1998 og er því 21 árs aldursmunur á parinu en það er ekki að sjá.
Svala og Einar fögnuðu deginum með stæl og fönguðu stemninguna með fallegu myndum sem þau birtu á Instagram, bæði í stories og svo setti Svala inn þrjár fallegar myndir á Instagram-vegginn sinn.

Svala Björgvinsdóttir hefur í áraraðir verið ein vinsælasta söngkona landsins. Kristján starfar sem sjómaður.