Covid er sama um þig Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 7. febrúar 2021 14:37 Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun