Pence stekkur á hlaðvarpsvagninn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2021 17:49 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og brátt hlaðvarpsstjórnandi. Vísir/Getty Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í janúar, hyggur á útgáfu nýrra hlaðvarpsþátta á næstu mánuðum. Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira