Trump kallaður til vitnis Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 18:37 Donald Trump, er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að vera tvisvar sinnum kærður fyrir embættisbrot. AP/Gerald Herbert Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið boðið að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í bréfi frá Jamie Raskin, þingmanni Demókrataflokksins, til fyrrverandi forseta. Þar segir að Trump hafi hafnað þeim ásökunum sem settar voru fram í ákærunni, þrátt fyrir „augljós og yfirgnæfandi“ sönnunargögn sem væru fyrir hendi. Í ljósi andmæla hans væri honum boðið að bera vitni við réttarhöldin. 🚨HOUSE MANAGERS ASK TRUMP TO TESTIFY 🚨 pic.twitter.com/uj6k2iVtuY— Mike DeBonis (@mikedebonis) February 4, 2021 Trump er hvattur til þess að leggja fram vitnisburð sinn og svara spurningum um hann þann 8. febrúar næstkomandi, en ekki seinna en 11. febrúar. „Forsetarnir Gerald Ford og Bill Clinton gáfu vitnisburð á meðan þeir voru í embætti og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að þú nytir ekki friðhelgi frá málsókn á meðan þú situr í embætti, svo það er enginn vafi um að þú getir borið vitni í þessum réttarhöldum,“ segir í bréfinu. „Ef þú hafnar þessu boði áskiljum við okkur allan rétt, meðal annars þann rétt að neitun þín styðji við ályktanir varðandi athafnir þínar (og athafnaleysi) sem eru þér í óhag.“ Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Snúa ákærurnar einna helst að því að hvetja til uppreisnar og hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi frá Jamie Raskin, þingmanni Demókrataflokksins, til fyrrverandi forseta. Þar segir að Trump hafi hafnað þeim ásökunum sem settar voru fram í ákærunni, þrátt fyrir „augljós og yfirgnæfandi“ sönnunargögn sem væru fyrir hendi. Í ljósi andmæla hans væri honum boðið að bera vitni við réttarhöldin. 🚨HOUSE MANAGERS ASK TRUMP TO TESTIFY 🚨 pic.twitter.com/uj6k2iVtuY— Mike DeBonis (@mikedebonis) February 4, 2021 Trump er hvattur til þess að leggja fram vitnisburð sinn og svara spurningum um hann þann 8. febrúar næstkomandi, en ekki seinna en 11. febrúar. „Forsetarnir Gerald Ford og Bill Clinton gáfu vitnisburð á meðan þeir voru í embætti og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að þú nytir ekki friðhelgi frá málsókn á meðan þú situr í embætti, svo það er enginn vafi um að þú getir borið vitni í þessum réttarhöldum,“ segir í bréfinu. „Ef þú hafnar þessu boði áskiljum við okkur allan rétt, meðal annars þann rétt að neitun þín styðji við ályktanir varðandi athafnir þínar (og athafnaleysi) sem eru þér í óhag.“ Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Snúa ákærurnar einna helst að því að hvetja til uppreisnar og hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“