Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 16:08 Frá vettvangi morðsins á Freyju Egilsdóttur í Malling. Vísir/ElínMargrét 51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. Lýsingar mannsins í yfirheyrslum á sínum tíma benda til þess að rifrildi um forræði yfir tveggja ára dreng þeirra hefði orðið kveikjan að morðinu. Karlmaðurinn stakk barnsmóður sína átján sinnum. Michael Jeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur að sögn Ekstrabladet ekki viljað tjá sig um fyrra morðið sem maðurinn framdi. Rifrildi um forræði Århus Stiftstidende rifjar upp fyrra morðið sem maðurinn framdi þann 23. nóvember 1995. Þá var hann 26 ára en barnsmóðir hans tvítug. Morðið var framið í íbúð hennar í Kildegårdsparken í bænum Odder á Jótlandi. Tveggja ára barn þeirra bjó hjá mömmu sinni en faðirinn var að sækja tveggja ára soninn til hennar umræddan dag. Karlmaðurinn skýrði þannig frá í yfirheyrslu að þau hefðu fljótlega farið að rífast. „Hún vildi að ég myndi mæta á fund með dagmóðurinni. Ég vildi það ekki því ég þurfti líka að vera í vinnunni,“ er haft eftir karlmanninum. Í framhaldinu fóru þau að rífast um forræði yfir drengnum og taldi faðirinn sig betur til þess fallinn að fara með forræðið. Í framhaldinu fór hann inn í eldhús og náði í hníf. Hann hélt honum fyrir aftan bak og fór til barnsmóður sinnar. Fjórar banvænar stungur „Ég man þetta ekki vel. Ég stóð fyrir framan hana og stakk hana í magann. Hún öskraði,“ sagði faðirinn. Hann stakk konuna átján sinnum. Fjórar af stungunum voru banvænar. Ein hnífsstungan var í gegnum tvöfalt leðurbelti og slagæð fór í sundur við aðra stungu. Karlmaðurinn sótti son sinn til dagmóður og hélt í framhaldinu með hann til sinna foreldra, ömmu og afa drengsins. Þau tóku eftir því að eitthvað amaði að syni sínum föðurnum. Aðspurður hvort eitthvað amaði að barnsmóður hans játaði hann því og sagði að þau ættu líklega að hringja á lögregluna. Játaði brot sitt Fram kemur að viku eftir að hann og barnsmóðir hans skildu skiptum hefði hann gert tilraun til sjálfsvígs. Var hann lagður inn á geðdeild í stutta stund eftir það. Það var svo í júní 1996 sem hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Játaði hann brot sitt. Maðurinn hefur nú, 25 árum síðar, játað að hafa öðru sinni banað barnsmóður sinni. Lögregla hefur staðfest að líkamsleifar Freyju Egilsdóttur Mogensen hafi fundist bæði í húsi Freyju og í garðinum hennar. Morð í Malling Danmörk Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Lýsingar mannsins í yfirheyrslum á sínum tíma benda til þess að rifrildi um forræði yfir tveggja ára dreng þeirra hefði orðið kveikjan að morðinu. Karlmaðurinn stakk barnsmóður sína átján sinnum. Michael Jeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur að sögn Ekstrabladet ekki viljað tjá sig um fyrra morðið sem maðurinn framdi. Rifrildi um forræði Århus Stiftstidende rifjar upp fyrra morðið sem maðurinn framdi þann 23. nóvember 1995. Þá var hann 26 ára en barnsmóðir hans tvítug. Morðið var framið í íbúð hennar í Kildegårdsparken í bænum Odder á Jótlandi. Tveggja ára barn þeirra bjó hjá mömmu sinni en faðirinn var að sækja tveggja ára soninn til hennar umræddan dag. Karlmaðurinn skýrði þannig frá í yfirheyrslu að þau hefðu fljótlega farið að rífast. „Hún vildi að ég myndi mæta á fund með dagmóðurinni. Ég vildi það ekki því ég þurfti líka að vera í vinnunni,“ er haft eftir karlmanninum. Í framhaldinu fóru þau að rífast um forræði yfir drengnum og taldi faðirinn sig betur til þess fallinn að fara með forræðið. Í framhaldinu fór hann inn í eldhús og náði í hníf. Hann hélt honum fyrir aftan bak og fór til barnsmóður sinnar. Fjórar banvænar stungur „Ég man þetta ekki vel. Ég stóð fyrir framan hana og stakk hana í magann. Hún öskraði,“ sagði faðirinn. Hann stakk konuna átján sinnum. Fjórar af stungunum voru banvænar. Ein hnífsstungan var í gegnum tvöfalt leðurbelti og slagæð fór í sundur við aðra stungu. Karlmaðurinn sótti son sinn til dagmóður og hélt í framhaldinu með hann til sinna foreldra, ömmu og afa drengsins. Þau tóku eftir því að eitthvað amaði að syni sínum föðurnum. Aðspurður hvort eitthvað amaði að barnsmóður hans játaði hann því og sagði að þau ættu líklega að hringja á lögregluna. Játaði brot sitt Fram kemur að viku eftir að hann og barnsmóðir hans skildu skiptum hefði hann gert tilraun til sjálfsvígs. Var hann lagður inn á geðdeild í stutta stund eftir það. Það var svo í júní 1996 sem hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Játaði hann brot sitt. Maðurinn hefur nú, 25 árum síðar, játað að hafa öðru sinni banað barnsmóður sinni. Lögregla hefur staðfest að líkamsleifar Freyju Egilsdóttur Mogensen hafi fundist bæði í húsi Freyju og í garðinum hennar.
Morð í Malling Danmörk Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13
Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21