Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot og skemmdarverk í Kópavogi. Þar hafði verið brotist inn í bílageymslu og síðan inn í bíl sem þar var og bíllinn skemmdur.
Einnig var annar bíll skemmdur sem var í bílastæði fyrir utan húsið. Tilkynnandi sá tvo menn á vettvangi en mennirnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.
Þá voru þrjú handtekin í Grafarvogi grunuð um vörslu fíkniefna. Var fólkið vistað í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Auk þess voru nokkrir ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.