Ítalska félagið hefur ekki enn tilkynnt félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum en á vef Knattspyrnusambands Íslands hafa skiptin verið staðfest.
Lára Kristín verður þá annar Íslendingurinn í herbúðum Napoli en varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir er þar sem stendur á láni frá AC Milan Hin 26 ára gamla Lára Kristín leikur vanalega á miðri miðjunni og er þetta í fyrsta sinn sem hún heldur erlendis í atvinnumennsku.
Á ferli sínum hefur hún leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum ásamt því að hafa spilað með Aftureldingu, Stjörnunni, Þór/KA og KR á Íslandi. Lára hefur leikið 167 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 15 mörk. Hún á einnig að baki tvo A-landsleiki sem og 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Napoli er sem stendur í mikilli fallbaráttu en liðið situr í 11. sæti úrvalsdeildarinnar eða næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar tólf umferðum er lokið.
Öll von er þó ekki úti enn þar sem tíu leikir eru eftir og aðeins fjögur stig eru í San Marino sem situr í 10. sæti deildarinnar.