Trump situr á digrum sjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 16:00 Þó Donald Trump sé farinn úr Hvíta húsinu er hann ekki hættur í pólitík. Getty/Pete Marovich Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira