Kerfi um kerfi frá kerfi til kerfis. En ekki til barna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2021 13:00 Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Réttindi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun