Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2021 19:01 Donald Trump er ekki lengur forseti en hefur samt verið ákærður fyrir embættisbrot. Repúblikanar í öldungadeildinni telja það ólöglegt. AP/Luis M. Alvarez Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina. Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump var ákærður fyrir tveimur vikum fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í aðdraganda árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og nutu stuðnings tíu Repúblikana í atkvæðagreiðslunni um ákæruna. Vegna alvarleika árásarinnar þótti sakfelling forsetans fyrrverandi alls ekki útilokuð. En Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir um tveimur vikum sagði The New York Times frá því að tuttugu Repúblikanar væru opnir fyrir því að sakfella Trump. Einungis fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frávísun ákærunnar í gær. Því er afar hæpið að Trump verði sakfelldur, enda þyrfti til þess alla þingmenn Demókrata og sautján Repúblikana. Sýndarréttarhöld? Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, var foxillur þegar frávísunartillaga hans var felld. „Þetta er falskt. Algjör harmleikur. Svartur blettur í sögu landsins. Ég hvet kollega mína til þess að endurskoða þessi sýndarréttarhöld og ræða í staðinn um mikilvægu málin,“ sagði Paul. Segja ákæruna ekki standast stjórnarskrá En hvað veldur því að Repúblikanar hafa nú að mestu tekið höndum saman gegn ákærunni? Þingmennirnir sögðust í gær að ferlið stæðist ekki stjórnarskrá þar sem Trump er ekki lengur forseti. Því er CRS, hugveita þingsins sjálfs, ósammála og telur spurningunni í raun enn ósvarað. Samkvæmt CNN vilja fæstir Repúblikanar svíkja lit, jafnvel þeir sem gagnrýndu forsetann harðlega eftir árásina.
Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira