Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2021 12:01 „Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar,“ eins og segir á Facebook-síðu staðarins. Forsetinn Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum. Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira