Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2021 12:01 „Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar,“ eins og segir á Facebook-síðu staðarins. Forsetinn Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum. Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira