Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:04 Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í dag. Lögreglan Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira