Vilja bíða með útgöngubann og skyldubólusetningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 13:30 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis leggur til að heimild til setningar útgöngubanns og skyldubólusetningar á landamærunum verði felldar brott úr frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Að sögn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns VG og framsögumanns velferðarnefndar í málinu, stendur nefndin saman að álitinu og hefur það verið samþykkt með nokkrum fyrirvörum. Hann segir töluverðar breytingar lagðar til í átta liðum en þær veigamestu lúti að tveimur framangreindum atriðum. Í frumvarpinu segir að heilbrigðisráðherra geti kveðið á um útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu. Ólafur segir þetta íþyngjandi úrræði sem þarfnist frekari umræðu, bæði á Alþingi og í samfélaginu. „Við töldum skynsamlegra að láta það bíða og fara frekar yfir á heildarendurskoðun laganna sem við mælum fyrir í nefndarálitinu að þurfi að fara fram.“ Það sama gildi um heimild til skyldubólusetningar á landamærunum. „Það er ekki þannig í dag að við skyldum fólk til bólusetningar eða meðferðar almennt þannig að við mátum það svo að þetta þarfnaðist ítarlegri umræðu.“ Í umsögn nefndarinnar er einnig mælst til þess að ákvæði verði bætt við lögin um skyldu ráðherra til að gefa Alþingi skýrslu með að minnsta kosti eins mánaðar millibili, hafi faraldur varað lengur en í tvo mánuði. Ólafur bendir á að þetta hafi verið gert í faraldrinum en að eðlilegt sé að lögfesta fyrirkomulagið. Hann á von á því að málið gangi til umræðu á Alþingi sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Að sögn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns VG og framsögumanns velferðarnefndar í málinu, stendur nefndin saman að álitinu og hefur það verið samþykkt með nokkrum fyrirvörum. Hann segir töluverðar breytingar lagðar til í átta liðum en þær veigamestu lúti að tveimur framangreindum atriðum. Í frumvarpinu segir að heilbrigðisráðherra geti kveðið á um útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu. Ólafur segir þetta íþyngjandi úrræði sem þarfnist frekari umræðu, bæði á Alþingi og í samfélaginu. „Við töldum skynsamlegra að láta það bíða og fara frekar yfir á heildarendurskoðun laganna sem við mælum fyrir í nefndarálitinu að þurfi að fara fram.“ Það sama gildi um heimild til skyldubólusetningar á landamærunum. „Það er ekki þannig í dag að við skyldum fólk til bólusetningar eða meðferðar almennt þannig að við mátum það svo að þetta þarfnaðist ítarlegri umræðu.“ Í umsögn nefndarinnar er einnig mælst til þess að ákvæði verði bætt við lögin um skyldu ráðherra til að gefa Alþingi skýrslu með að minnsta kosti eins mánaðar millibili, hafi faraldur varað lengur en í tvo mánuði. Ólafur bendir á að þetta hafi verið gert í faraldrinum en að eðlilegt sé að lögfesta fyrirkomulagið. Hann á von á því að málið gangi til umræðu á Alþingi sem allra fyrst, jafnvel á morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira