Vilja bíða með útgöngubann og skyldubólusetningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 13:30 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis leggur til að heimild til setningar útgöngubanns og skyldubólusetningar á landamærunum verði felldar brott úr frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Að sögn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns VG og framsögumanns velferðarnefndar í málinu, stendur nefndin saman að álitinu og hefur það verið samþykkt með nokkrum fyrirvörum. Hann segir töluverðar breytingar lagðar til í átta liðum en þær veigamestu lúti að tveimur framangreindum atriðum. Í frumvarpinu segir að heilbrigðisráðherra geti kveðið á um útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu. Ólafur segir þetta íþyngjandi úrræði sem þarfnist frekari umræðu, bæði á Alþingi og í samfélaginu. „Við töldum skynsamlegra að láta það bíða og fara frekar yfir á heildarendurskoðun laganna sem við mælum fyrir í nefndarálitinu að þurfi að fara fram.“ Það sama gildi um heimild til skyldubólusetningar á landamærunum. „Það er ekki þannig í dag að við skyldum fólk til bólusetningar eða meðferðar almennt þannig að við mátum það svo að þetta þarfnaðist ítarlegri umræðu.“ Í umsögn nefndarinnar er einnig mælst til þess að ákvæði verði bætt við lögin um skyldu ráðherra til að gefa Alþingi skýrslu með að minnsta kosti eins mánaðar millibili, hafi faraldur varað lengur en í tvo mánuði. Ólafur bendir á að þetta hafi verið gert í faraldrinum en að eðlilegt sé að lögfesta fyrirkomulagið. Hann á von á því að málið gangi til umræðu á Alþingi sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Að sögn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns VG og framsögumanns velferðarnefndar í málinu, stendur nefndin saman að álitinu og hefur það verið samþykkt með nokkrum fyrirvörum. Hann segir töluverðar breytingar lagðar til í átta liðum en þær veigamestu lúti að tveimur framangreindum atriðum. Í frumvarpinu segir að heilbrigðisráðherra geti kveðið á um útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu. Ólafur segir þetta íþyngjandi úrræði sem þarfnist frekari umræðu, bæði á Alþingi og í samfélaginu. „Við töldum skynsamlegra að láta það bíða og fara frekar yfir á heildarendurskoðun laganna sem við mælum fyrir í nefndarálitinu að þurfi að fara fram.“ Það sama gildi um heimild til skyldubólusetningar á landamærunum. „Það er ekki þannig í dag að við skyldum fólk til bólusetningar eða meðferðar almennt þannig að við mátum það svo að þetta þarfnaðist ítarlegri umræðu.“ Í umsögn nefndarinnar er einnig mælst til þess að ákvæði verði bætt við lögin um skyldu ráðherra til að gefa Alþingi skýrslu með að minnsta kosti eins mánaðar millibili, hafi faraldur varað lengur en í tvo mánuði. Ólafur bendir á að þetta hafi verið gert í faraldrinum en að eðlilegt sé að lögfesta fyrirkomulagið. Hann á von á því að málið gangi til umræðu á Alþingi sem allra fyrst, jafnvel á morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira