Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 10:30 Elísabet Ólafsdóttir hefur miklar áhyggjur af notkun barna á heimi smáforrita. Elísabet Ólafsdóttir grunnskólakennari á yngsta stigi og móðir tveggja barna í grunnskóla hefur verulegar áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun barna og segir foreldra þurfa að átta sig á hættunni sem fylgir þessu miðlum. Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti
Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira