Var á þriggja metra dýpi þegar hann heyrði drunurnar í bátunum og þyrlunni Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 13:58 Mikael Dubik kafar reglulega í Kleifarvatni. Vísir/Vilhelm Mikael Dubik var á um þriggja metra dýpi í Kleifarvatni í dag þegar hann heyrði einhverjar drunur og velti vöngum yfir því hvort einhver væri kominn með bát á vatnið. Hann hafði oft áður kafað í Kleifarvatni og var yfirleitt einn á ferð. Þá skapaði bátur tiltekna hættu fyrir hann. Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira