Einungis tvö til þrjú afbrigði af fimm hundruð komist inn í landið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2021 13:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi í dag. Vísir/vilhelm Af þeim fimm hundruð afbrigðum veirunnar sem greinst hafa á landamærunum hafa einungis tvö til þrjú komist inn í landið. Sóttvarnalæknir ítrekar mikilvægi landamæraskimunar. Hann segir að fólk þurfi að vera undirbúið undir þrjár sviðsmyndir í faraldri kórónuveirunnar. Fyrsta sviðsmyndin sé sú að allt gangi upp og að afhending bóluefnis gangi hratt fyrir sig. Önnur sviðsmyndin er sú að eitthvað komi upp á. „Og líka að það komi mjög mikið hikst. Annað hvort að bóluefnið virki ekki, það komi alvarlegar aukaverkanir upp þannig menn vilji ekki láta bólusetja sig þannig að það verði kannski tímabundið kannski lítið sem ekkert bóluefni,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ég held að við þurfum að horfa á þessar sviðsmyndir. Auðvitað viljum við fá fyrstu sviðsmyndina en við eigum ekki algjörlega að fara á límingunum ef eitthvað annað gerist.“ Þórólfur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Hann telur að það hafi verið skynsamlegt af íslenskum stjórnvölum að fylgja Evrópusambandinu í bóluefnamálum. „Hvort að Evrópusambandið gerði þetta skynsamlega. Ég þori ekki að leggja dóm á það en menn voru að reyna að tryggja sér hjá þeim sem yrðu fyrstir og frá fleirum en einum,“ sagði Þórólfur. Landamærin lykillinn að velgengni Hann ítrekar mikilvægi landamæraskimunar. „Það er búið að greina tæplega 500 mismunandi afbrgiði af veirunni á landamæurunum þar af hafa tvö til þrjú afbrigði komist inn í landið og valdið okkur þessum vandræðum þannig það sem við höfum verið að gera á landamærunum hefur algjöræega verið lykillinn að því hvernig okkur hefur tekist til,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum. 24. janúar 2021 12:19 Tveir greindust innanlands en átta á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. 24. janúar 2021 11:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Hann segir að fólk þurfi að vera undirbúið undir þrjár sviðsmyndir í faraldri kórónuveirunnar. Fyrsta sviðsmyndin sé sú að allt gangi upp og að afhending bóluefnis gangi hratt fyrir sig. Önnur sviðsmyndin er sú að eitthvað komi upp á. „Og líka að það komi mjög mikið hikst. Annað hvort að bóluefnið virki ekki, það komi alvarlegar aukaverkanir upp þannig menn vilji ekki láta bólusetja sig þannig að það verði kannski tímabundið kannski lítið sem ekkert bóluefni,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ég held að við þurfum að horfa á þessar sviðsmyndir. Auðvitað viljum við fá fyrstu sviðsmyndina en við eigum ekki algjörlega að fara á límingunum ef eitthvað annað gerist.“ Þórólfur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Hann telur að það hafi verið skynsamlegt af íslenskum stjórnvölum að fylgja Evrópusambandinu í bóluefnamálum. „Hvort að Evrópusambandið gerði þetta skynsamlega. Ég þori ekki að leggja dóm á það en menn voru að reyna að tryggja sér hjá þeim sem yrðu fyrstir og frá fleirum en einum,“ sagði Þórólfur. Landamærin lykillinn að velgengni Hann ítrekar mikilvægi landamæraskimunar. „Það er búið að greina tæplega 500 mismunandi afbrgiði af veirunni á landamæurunum þar af hafa tvö til þrjú afbrigði komist inn í landið og valdið okkur þessum vandræðum þannig það sem við höfum verið að gera á landamærunum hefur algjöræega verið lykillinn að því hvernig okkur hefur tekist til,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum. 24. janúar 2021 12:19 Tveir greindust innanlands en átta á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. 24. janúar 2021 11:00 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum. 24. janúar 2021 12:19
Tveir greindust innanlands en átta á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. 24. janúar 2021 11:00