Innlent

Týr flutti sjúkling frá Siglufirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Við komuna til Akureyrar í morgun.
Við komuna til Akureyrar í morgun. Garðar Nellet/Guðmundur St. Valdimarsson

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar.

Koma þurfti manni undir læknishendur á Akureyri en varðskipið hefur verið til taks á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu og verðurs.

Í Facebookfærslu frá Landhelgisgæslunni segir að landfestar hafi verið leystar á Akureyri um klukkan tíu í gærkvödli og stefnan sett til Siglufjarðar. Skipið var komið aftur að bryggja á Akureyri snemma í morgun.

Þar biðu sjúkraflutningamenn sem fluttu manninn á sjúkrahúsið á Akureyri.

Þá er gert ráð fyrir því að varðskipið Þór verði komið til Flateyrar í Önundarfirði laust fyrir hádegi í dag. Þar á skipið og áhöfn að vera til taks vegna snjóflóðahættu.

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út á tíunda tímanum í gær til að annast sjúkraflutning frá Siglufirði. Þar þurfti...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Sunday, 24 January 2021

Tengdar fréttir

Varðskipið Þór heldur vestur á firði

Varðskipið Þór verður til taks í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður þar á meðan þurfa þykir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×