Kristrún hættir hjá Kviku Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 20:18 Kristrún Frostadóttir hættir sem aðalhagfræðingur Kviku banka Kvika Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Frá þessu er greint á vef mbl.is í dag, en Kristrún hóf störf hjá Kviku í janúar árið 2018. Áður starfaði hún sem hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands en þaðan kom hún frá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Kristrún gaf gaf kost á sér í ráðgefandi skoðanakönnun um uppstillingu á lista hjá Samfylkingunni, og þykir líklegt að hún muni leiða í lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Í framboðskynningu Kristrúnar sagðist hún vilja nýta þekkingu sína á efnahagsmálum samfélaginu til góðs og að hún ætlaði sér að tala tæpitungulaust. „Almenning þyrstir í hreinskipta umræðu um efnahagsmál sem er laus við frasa og yfirborðskennt þras, og sem byggir á greiningum á grunni bestu þekkingar. Víða má merkja óþol á stjórnmálum meðal fólks sem vill alvöru samræður og skilning,“ sagði Kristrún. Kristrún er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál, og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla. Þá er hún með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Ekki náðist í Kristrúnu við vinnslu fréttarinnar. Vistaskipti Samfylkingin Íslenskir bankar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef mbl.is í dag, en Kristrún hóf störf hjá Kviku í janúar árið 2018. Áður starfaði hún sem hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands en þaðan kom hún frá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Kristrún gaf gaf kost á sér í ráðgefandi skoðanakönnun um uppstillingu á lista hjá Samfylkingunni, og þykir líklegt að hún muni leiða í lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Í framboðskynningu Kristrúnar sagðist hún vilja nýta þekkingu sína á efnahagsmálum samfélaginu til góðs og að hún ætlaði sér að tala tæpitungulaust. „Almenning þyrstir í hreinskipta umræðu um efnahagsmál sem er laus við frasa og yfirborðskennt þras, og sem byggir á greiningum á grunni bestu þekkingar. Víða má merkja óþol á stjórnmálum meðal fólks sem vill alvöru samræður og skilning,“ sagði Kristrún. Kristrún er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál, og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla. Þá er hún með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Ekki náðist í Kristrúnu við vinnslu fréttarinnar.
Vistaskipti Samfylkingin Íslenskir bankar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira