Segir löngu tímabært að afnema refsistefnuna Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. janúar 2021 21:30 Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“ Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“
Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05