Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 18:55 Jeffrey Ross Gunter, fráfarandi sendiherra, hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trump. Bandaríska sendiráðið Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. Í yfirlýsingu sinni segir Gunter það hafa verið „gífurlegan heiður“ að fá að gegna stöðu sendiherra gagnvart Íslandi. „Ég verð að eilífu þakklátur og stoltur af gífurlega góðu teymi sendiráðsins og öllu því sem við höfum til lykta leitt fyrir Bandaríkin og Ísland. Þakka þér Trump forseti fyrir þetta gífurlega tækifæri.“ Talaði um kínaveiru og falsfréttir Óhætt er að segja að Gunter hafi vakið meiri athygli hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í neinni hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Tísti í anda Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Gunter hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir þáverandi forseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og studdi Gunter einnig embættistökusjóð Trump verulega. Gunter var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni segir Gunter það hafa verið „gífurlegan heiður“ að fá að gegna stöðu sendiherra gagnvart Íslandi. „Ég verð að eilífu þakklátur og stoltur af gífurlega góðu teymi sendiráðsins og öllu því sem við höfum til lykta leitt fyrir Bandaríkin og Ísland. Þakka þér Trump forseti fyrir þetta gífurlega tækifæri.“ Talaði um kínaveiru og falsfréttir Óhætt er að segja að Gunter hafi vakið meiri athygli hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í neinni hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Tísti í anda Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Gunter hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir þáverandi forseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og studdi Gunter einnig embættistökusjóð Trump verulega. Gunter var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01
Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46
Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42