Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Sunna Sæmundsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 20. janúar 2021 13:32 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í Samfylkingunni um efstu sæti flokksins í Reykjavík. Í færslu sem Ágúst birtir á Facebook segist hann hafa boðið uppstillingarnefnd sáttatillögu sem fólst í að hann myndi stíga úr oddvitasæti sínu í kjördæmi flokksins í Reykjavík suður og fara í annað sæti í þágu nýliðunar. Því hafi verið hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar. Vonbrigði fyrir Ágúst Ólaf „Þessi niðurstaða er mér vissulega vonbrigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórnmálum og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að betra samfélagi,“ skrifar Ágúst á Facebook. Ekki er annað á honum að skilja en að hann hafi nú lokið leik í pólitíkinni, í það minnsta í bili. Ekki stóð til að birta niðurstöður könnunar flokksins og átti hún ekki að vera bindandi. Ágreiningur hefur verið innan uppstillingarnefndar vegna málsins og sagði Birgir Dýrfjörð sig meðal annars frá nefndarstörfum. Í samtali við Vísi um málið sagðist Birgir telja Ágúst Ólaf hafa verið grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir. Í færslunni segist Ágúst hafa fundið fyrir miklum stuðningi í störfum sínum á Alþingi og telur hann sig hafa átt þátt í velgengni flokksins. „Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn í því kjördæmi sem ég leiði. Ég hef látið mig varða mikilvæg málefni ekki síst á vettvangi fjármála en einnig þegar kemur að málefnum öryrkja, aldraðra, menningar, geðheilbrigðismála og dýraverndar.“ Samfylkingunni hefur gengið mjög vel á kjörtímabilinu, ekki síst í Reykjavík. Við höfum staðið í uppbyggingarstarfi hjá...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Ágústi Ólafi bauðst 3. sætið Aðferð Samfylkingarinnar við að raða á lista hefur þannig reynst umdeild. Og nú liggur fyrir að Birgir Dýrfjörð hafði ekki erindi sem erfiði með ræðu sinni og/eða úrsögn. Hörður Oddfríðarson formaður uppstillinganefndar segir að gefið verði út í kvöld eða strax á morgun hvernig efstu sæti skipast. Ekki sé hægt að halda fólki í spennitreyju með það öllu lengur. Formaður uppstillinganefndarinnar er Hörður Oddfríðarson. Hann segir eftirsjá af Ágústi Ólafi. Hann sé feykilega duglegur þingmaður og fylginn sér. „Alveg ljóst í mínum huga að betra er að hafa hann með en ekki. En niðurstaða nefndarinnar varð þessi að bjóða honum ekki annað sætið heldur þriðja,“ segir Hörður og það beri að virða að Ágúst Ólafur vilji ekki þiggja það. „Ágúst Ólafur er heilsteyptur maður að hann ljúki kjörtímabilinu og verði með okkur í kosningabaráttunni líka. Hef ekki trú á öðru.“ Greint frá því hvernig efstu sæti skipast í kvöld eða á morgun Hörður segir að nefndin muni ekki ná að hittast fyrr en í kvöld og í kjölfar þess fundar, þegar tekist hefur að ná í þá sem hlut eiga að máli, þá verður gefið út hverjir skipi efstu sæti lista. Það verður þá gefið út annað hvort í kvöld eða á morgun. „Eða um leið og við höfum náð að setjast yfir það og ganga frá því formlega svo fólki sé ekki haldið í spennitreyju mikið lengur. Höfum haft góðan frið en nú liggur á að ljúka þessu.“ Spurður um efni ræðu Birgis Dýrfjörð, sem taldi Samfylkingu ekki stætt á því að hafna manni vegna gjörða sem hann hafði drýgt undir áhrifum áfengis, en tekið sig á, segir Hörður að drykkja afsaki ekki neitt. Þó hún geti skýrt orð og gjörðir. En gott sé ef menn noti þá tækifærið, verði þeim á, að taka líf sitt í gegn. En Hörður starfar hjá SÁÁ. Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Líkt og fram hefur komið var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í Samfylkingunni um efstu sæti flokksins í Reykjavík. Í færslu sem Ágúst birtir á Facebook segist hann hafa boðið uppstillingarnefnd sáttatillögu sem fólst í að hann myndi stíga úr oddvitasæti sínu í kjördæmi flokksins í Reykjavík suður og fara í annað sæti í þágu nýliðunar. Því hafi verið hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar. Vonbrigði fyrir Ágúst Ólaf „Þessi niðurstaða er mér vissulega vonbrigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórnmálum og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að betra samfélagi,“ skrifar Ágúst á Facebook. Ekki er annað á honum að skilja en að hann hafi nú lokið leik í pólitíkinni, í það minnsta í bili. Ekki stóð til að birta niðurstöður könnunar flokksins og átti hún ekki að vera bindandi. Ágreiningur hefur verið innan uppstillingarnefndar vegna málsins og sagði Birgir Dýrfjörð sig meðal annars frá nefndarstörfum. Í samtali við Vísi um málið sagðist Birgir telja Ágúst Ólaf hafa verið grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir. Í færslunni segist Ágúst hafa fundið fyrir miklum stuðningi í störfum sínum á Alþingi og telur hann sig hafa átt þátt í velgengni flokksins. „Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn í því kjördæmi sem ég leiði. Ég hef látið mig varða mikilvæg málefni ekki síst á vettvangi fjármála en einnig þegar kemur að málefnum öryrkja, aldraðra, menningar, geðheilbrigðismála og dýraverndar.“ Samfylkingunni hefur gengið mjög vel á kjörtímabilinu, ekki síst í Reykjavík. Við höfum staðið í uppbyggingarstarfi hjá...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Ágústi Ólafi bauðst 3. sætið Aðferð Samfylkingarinnar við að raða á lista hefur þannig reynst umdeild. Og nú liggur fyrir að Birgir Dýrfjörð hafði ekki erindi sem erfiði með ræðu sinni og/eða úrsögn. Hörður Oddfríðarson formaður uppstillinganefndar segir að gefið verði út í kvöld eða strax á morgun hvernig efstu sæti skipast. Ekki sé hægt að halda fólki í spennitreyju með það öllu lengur. Formaður uppstillinganefndarinnar er Hörður Oddfríðarson. Hann segir eftirsjá af Ágústi Ólafi. Hann sé feykilega duglegur þingmaður og fylginn sér. „Alveg ljóst í mínum huga að betra er að hafa hann með en ekki. En niðurstaða nefndarinnar varð þessi að bjóða honum ekki annað sætið heldur þriðja,“ segir Hörður og það beri að virða að Ágúst Ólafur vilji ekki þiggja það. „Ágúst Ólafur er heilsteyptur maður að hann ljúki kjörtímabilinu og verði með okkur í kosningabaráttunni líka. Hef ekki trú á öðru.“ Greint frá því hvernig efstu sæti skipast í kvöld eða á morgun Hörður segir að nefndin muni ekki ná að hittast fyrr en í kvöld og í kjölfar þess fundar, þegar tekist hefur að ná í þá sem hlut eiga að máli, þá verður gefið út hverjir skipi efstu sæti lista. Það verður þá gefið út annað hvort í kvöld eða á morgun. „Eða um leið og við höfum náð að setjast yfir það og ganga frá því formlega svo fólki sé ekki haldið í spennitreyju mikið lengur. Höfum haft góðan frið en nú liggur á að ljúka þessu.“ Spurður um efni ræðu Birgis Dýrfjörð, sem taldi Samfylkingu ekki stætt á því að hafna manni vegna gjörða sem hann hafði drýgt undir áhrifum áfengis, en tekið sig á, segir Hörður að drykkja afsaki ekki neitt. Þó hún geti skýrt orð og gjörðir. En gott sé ef menn noti þá tækifærið, verði þeim á, að taka líf sitt í gegn. En Hörður starfar hjá SÁÁ.
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira