Bæði eitt versta og besta ár lífsins Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Bolli er stóran hluta ársins í Japan. Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni. „Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
„Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira