Takk fyrir traustið! Bjarni Gíslason skrifar 20. janúar 2021 11:30 „Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
„Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar