Nefndi Biden aldrei á nafn í síðasta ávarpinu sem forseti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 21:57 Trump kveður. Í dag var síðasti heili dagur Donalds Trump í embætti forseta. Á morgun tekur Joe Biden við. Al Drago/Getty Donald Trump, sem lætur af embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, segist munu „biðja fyrir velgengni“ Joes Biden, sem tekur við embættinu af honum á morgun. Hvíta húsið birti kveðjuávarp Trumps nú fyrir skömmu. Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira
Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira
Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31
Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35