Ungverjar tryggðu sér toppsætið í A-riðli með eins marks sigri á Þýskalandi í kvöld, lokatölur 29-28. Ungverjar voru einu marki yfir í hálfleik en það virtist stefna í jafntefli undir lok leiks. Mate Lekai skoraði hins vegar síðasta mark leiksins og tryggði Ungverjum ómetanlegan sigur.
Bence Bánhidi og Dominik Máthé voru markahæstir hjá Ungverjum með átta mörk hvor. Sá síðarnefndi lagði einnig upp þrjú mörk.
Í B-riðli vann Pólland þægilegan tíu marka sigur á Brasilíu, lokatölur 33-23. Pólverjar fara því með tvö stig í milliriðil á meðan Brasilía mætir þangað án stiga.
í D-riðli unnu svo Danir öruggan ellefu marka sigur á Argentínu, lokatölur 31-20. Danir öruggur sigurvegarar riðilsins með fullt hús stiga. Mikkel Hansen var þeirra markahæstur í dag með sjö mörk ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.
Defending world champions Denmark earn first spot in Group D with a decisive win against Argentina #Egypt2021 pic.twitter.com/19k7uMd6nf
— International Handball Federation (@ihf_info) January 19, 2021