Lífið

Enginn eytt meiru í breytingar á Hvíta húsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Trump eyddi 260 milljónir í breytingar. 
Trump eyddi 260 milljónir í breytingar. 

Enginn forseti Bandaríkjanna hefur eytt meiri pening í því að endurhanna Hvíta húsið en Donald Trump. Forsetar Bandaríkjanna hafa leyfi til þess að breyta innanhússhönnuninni í húsinu þegar þeir taka við embætti.

Trump lét heldur betur taka til hendinni þegar hann tók við sem forseti fyrir fjórum árum.

Trump lét breyta nokkrum rýmum í húsinu fyrir 260 milljónir íslenskra. Barack Obama eyddi til að mynda 227 milljónum í breytingar á Hvíta húsinu í þau átta ár sem hann var forseti. Trump, sem lætur af embætti í kvöld, hefur aðeins verið fjögur ár í embætti. Joe Biden tekur formlega við í kvöld. 

Á YouTube-síðunni The Richest er farið ítarlega yfir þær breytingar sem Donald Trump lét framkvæmda á þessum fjórum árum. Þar kemur fram að Trump hafi viljað ný húsgögn í hvert einasta rými og mikil fjárhæð fór í að teppaleggja upp á nýtt.

Hér að neðan má sjá yfirferð The Richest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×