Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 12:20 Donald Trump hefur verið tíðrætt um að „djúpríki“ embættismanna hafi barist gegn sér og virðist hafa lagt mikið púður í að skapa sitt eigið djúpríki. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. Trump hefur margsinnis rætt um „djúpríkið“ svokallaða, tengslanet frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans og mun forsetinn fráfarandi mögulega skilja slíkt eftir sig. Samkvæmt umfjöllun Politico hafa margir hápólitískir pólitískt skipaðir embættismenn fært sig yfir í valdamikil opinber störf að undanförnu. Þessum störfum fylgja þar að auki reglur sem gera nýrri ríkisstjórn erfitt að víkja fólki úr þeim. Fjöldi þessara færslna er sagður meiri en gengur og gerist í aðdraganda stjórnarskipta í Bandaríkjunum. Trump hafði gefið út forsetatilskipun í október sem gerði pólitískum embættismönnum auðveldara með að komast hjá hæfnikröfum og færa sig beint yfir í önnur opinber störf. Þá segir Politico að skortur á gagnsæislögum leiði til þess að mögulega verði ekki hægt að segja til um nákvæmlega hve margir pólitískt skipaðir embættismenn hafi tryggt sig í sessi með því að færa sig í starfi, fyrr en eftir einhverja mánuði. Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.AP/Andrew Harnik Búist er við því að Biden muni fljótt fella forsetatilskipun Trumps niður en ráðgjafar hans, verkalýðsfélög, þingmenn og eftirlitsaðilar hafa vakið athygli á málinu og lýst yfir áhyggjum af því að þessir embættismenn muni vinna gegn ríkisstjórn Bidens. Segjast meðvitaðir um málið Meðal þess sem Biden-liðar eru sagðir hafa rætt sín á milli er að fá innri endurskoðendur ríkisstofnana til að fara yfir hve margir hafi nýtt forsetatilskipun Trumps til að komast hjá hæfnikröfum og færa sig milli starfa. Í yfirlýsingu frá Biden-liðum til Politico segir að þar á bæ séu allir meðvitaðir um viðleitni fráfarandi ríkisstjórnar við að færa pólitískt skipaða embættismenn í milli starfa. Unnið verði að því að byggja upp traust innan hins opinbera og farið verði yfir aðgerðir ríkisstjórnar Trumps. Meðal þeirra sem um ræðir er Michael Ellis. Sá starfaði áður fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem er ötull stuðningsmaður Trumps, og er nú orðinn einn af æðstu lögmönnum NSA-leyniþjónustunnar. Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði yfirmanni NSA að skipa Ellis í stöðuna. Það gerði hann skömmu eftir að Trump rak Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í tísti eftir forsetakosningarnar í nóvember og skipaði Miller í hans stað. Líklegasta lausnin að færa fólk í starfi Politico segir að það gæti reynst ríkisstjórn Bidens tímafrekt og erfitt að reka þetta fólk úr störfum sem þau hafi tryggt sér. Nauðsynlegt sé að sanna að viðkomandi séu ekki hæfir og einnig sé hægt að kanna hvort reglur hafi verið brotnar við hliðfærslur þeirra. Heimildarmenn miðilsins úr búðum Bidens segja að líklegasta niðurstaðan verði sú að þetta fólk verði fært til í starfi svo það hafi ekki aðgang að leynilegum upplýsingum og hafi ekki áhrif á stefnumál. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Trump hefur margsinnis rætt um „djúpríkið“ svokallaða, tengslanet frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans og mun forsetinn fráfarandi mögulega skilja slíkt eftir sig. Samkvæmt umfjöllun Politico hafa margir hápólitískir pólitískt skipaðir embættismenn fært sig yfir í valdamikil opinber störf að undanförnu. Þessum störfum fylgja þar að auki reglur sem gera nýrri ríkisstjórn erfitt að víkja fólki úr þeim. Fjöldi þessara færslna er sagður meiri en gengur og gerist í aðdraganda stjórnarskipta í Bandaríkjunum. Trump hafði gefið út forsetatilskipun í október sem gerði pólitískum embættismönnum auðveldara með að komast hjá hæfnikröfum og færa sig beint yfir í önnur opinber störf. Þá segir Politico að skortur á gagnsæislögum leiði til þess að mögulega verði ekki hægt að segja til um nákvæmlega hve margir pólitískt skipaðir embættismenn hafi tryggt sig í sessi með því að færa sig í starfi, fyrr en eftir einhverja mánuði. Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.AP/Andrew Harnik Búist er við því að Biden muni fljótt fella forsetatilskipun Trumps niður en ráðgjafar hans, verkalýðsfélög, þingmenn og eftirlitsaðilar hafa vakið athygli á málinu og lýst yfir áhyggjum af því að þessir embættismenn muni vinna gegn ríkisstjórn Bidens. Segjast meðvitaðir um málið Meðal þess sem Biden-liðar eru sagðir hafa rætt sín á milli er að fá innri endurskoðendur ríkisstofnana til að fara yfir hve margir hafi nýtt forsetatilskipun Trumps til að komast hjá hæfnikröfum og færa sig milli starfa. Í yfirlýsingu frá Biden-liðum til Politico segir að þar á bæ séu allir meðvitaðir um viðleitni fráfarandi ríkisstjórnar við að færa pólitískt skipaða embættismenn í milli starfa. Unnið verði að því að byggja upp traust innan hins opinbera og farið verði yfir aðgerðir ríkisstjórnar Trumps. Meðal þeirra sem um ræðir er Michael Ellis. Sá starfaði áður fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem er ötull stuðningsmaður Trumps, og er nú orðinn einn af æðstu lögmönnum NSA-leyniþjónustunnar. Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði yfirmanni NSA að skipa Ellis í stöðuna. Það gerði hann skömmu eftir að Trump rak Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í tísti eftir forsetakosningarnar í nóvember og skipaði Miller í hans stað. Líklegasta lausnin að færa fólk í starfi Politico segir að það gæti reynst ríkisstjórn Bidens tímafrekt og erfitt að reka þetta fólk úr störfum sem þau hafi tryggt sér. Nauðsynlegt sé að sanna að viðkomandi séu ekki hæfir og einnig sé hægt að kanna hvort reglur hafi verið brotnar við hliðfærslur þeirra. Heimildarmenn miðilsins úr búðum Bidens segja að líklegasta niðurstaðan verði sú að þetta fólk verði fært til í starfi svo það hafi ekki aðgang að leynilegum upplýsingum og hafi ekki áhrif á stefnumál.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13