Gjöfult sprotaumhverfi á frumkvöðlasetrum Karl Friðriksson og Sigríður Ingvarsdóttir skrifa 18. janúar 2021 15:00 Með fyrirhugaðri lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lýkur ákveðnum kafla í sögu frumkvöðlasetra á Íslandi. Reynslan hefur sýnt að faglegur stuðningur á fyrstu stigum reksturs sprotafyrirtækja skiptir sköpum. Fyrir þó nokkru var ákveðið, að gera úttekt á umfangi og árangri frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ákveðið var að ljúka þessu verkefni núna, ekki síst vegna þeirra vatnaskila sem nú eiga sér stað gagnvart þjónustu við frumkvöðla hér á landi. Niðurstaða verkefnisins er nýlegt rit þar sem skoður árangur frumkvöðlasetrana sem fyrirrennari Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, setti af stað árið 1999. Höfundur ritsins dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands, vann það verkefni út frá tilgreindum rannsóknarspurningum sem hann setti fram. Runólfur Smári rekur sögu setranna, skoðar nokkrar lykiltölur, og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið og dregur saman niðurstöður úr viðtölum, annars vegar við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og svo nokkra fulltrúa úr flóru þeirra fyrirtækja sem hófu rekstur eða fengu þjónustu setranna í upphafi starfsemi sinnar. Ritið er aðgengilegt án endurgalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is. Leiðarljós við stofnun og rekstur frumkvöðlasetranna hefur alltaf verið að efla frumkvöðla- og sprotaumhverfi og þar með nýsköpun hér á landi. Að mati stjórnenda miðstöðvarinnar hafa framangreind atriði verið lykilframlag í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf. Þau skipta hundruðum fyrirtækin sem hafa nýtt aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gegnum tíðina. Frumkvöðlarnir hafa komið þar inn, stofnað fyrirtæki sem hafa stundað rannsóknir og þróun, stefnt að háleitum markmiðum, vaxið, dafnað og haft áhrif á samfélagið hér með ýmsum hætti. Fyrirtækin sem hafa stigið sín fyrstu skref á frumkvöðlasetrunum eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að byggja á hugviti og stunda nýsköpun. Þegar litið er í baksýnisspegilinn og rýnt í tölfræði og árangur þeirra fyrirtækja sem hafa verið á setrunum og útskrifast þaðan má glöggt sjá að þarna er um gríðarlega mikilvægan ávinning að ræða sem hefur áhrif á hagtölur landsins. Það er staðreynd að þau verðmætu fyrirtæki sem byggja á hugviti geta verið staðsett hvar sem er í heiminum og frumkvöðlar velja fyrirtækjum sínum stað þar sem umhverfið er hagfellt með tilliti til opinbers stuðnings og aðgangs að mannauði, góðu og stöðugu rekstrarumhverfi og góðri aðstöðu. Faglegur og fjárhagslegur stuðningur auk aðstoðar á fyrstu stigunum í fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda er lykilatriði. Hver svo sem málalok verða með Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá þarf áfram að hlúa vel að frumkvöðlum, skapa þeim gott vinnuumhverfi og auðveldan aðgang að upplýsingum og faglegri aðstoð. Það er þjóðarhagur að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum umhverfi sem er fullkomlega samkeppnishæft við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Íslensk yfirvöld geta ekki treyst á að það gerist af sjálfu sér í framtíðinni frekar en hingað til. Karl Friðriksson er deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Með fyrirhugaðri lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lýkur ákveðnum kafla í sögu frumkvöðlasetra á Íslandi. Reynslan hefur sýnt að faglegur stuðningur á fyrstu stigum reksturs sprotafyrirtækja skiptir sköpum. Fyrir þó nokkru var ákveðið, að gera úttekt á umfangi og árangri frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ákveðið var að ljúka þessu verkefni núna, ekki síst vegna þeirra vatnaskila sem nú eiga sér stað gagnvart þjónustu við frumkvöðla hér á landi. Niðurstaða verkefnisins er nýlegt rit þar sem skoður árangur frumkvöðlasetrana sem fyrirrennari Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, setti af stað árið 1999. Höfundur ritsins dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands, vann það verkefni út frá tilgreindum rannsóknarspurningum sem hann setti fram. Runólfur Smári rekur sögu setranna, skoðar nokkrar lykiltölur, og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið og dregur saman niðurstöður úr viðtölum, annars vegar við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og svo nokkra fulltrúa úr flóru þeirra fyrirtækja sem hófu rekstur eða fengu þjónustu setranna í upphafi starfsemi sinnar. Ritið er aðgengilegt án endurgalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is. Leiðarljós við stofnun og rekstur frumkvöðlasetranna hefur alltaf verið að efla frumkvöðla- og sprotaumhverfi og þar með nýsköpun hér á landi. Að mati stjórnenda miðstöðvarinnar hafa framangreind atriði verið lykilframlag í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf. Þau skipta hundruðum fyrirtækin sem hafa nýtt aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gegnum tíðina. Frumkvöðlarnir hafa komið þar inn, stofnað fyrirtæki sem hafa stundað rannsóknir og þróun, stefnt að háleitum markmiðum, vaxið, dafnað og haft áhrif á samfélagið hér með ýmsum hætti. Fyrirtækin sem hafa stigið sín fyrstu skref á frumkvöðlasetrunum eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að byggja á hugviti og stunda nýsköpun. Þegar litið er í baksýnisspegilinn og rýnt í tölfræði og árangur þeirra fyrirtækja sem hafa verið á setrunum og útskrifast þaðan má glöggt sjá að þarna er um gríðarlega mikilvægan ávinning að ræða sem hefur áhrif á hagtölur landsins. Það er staðreynd að þau verðmætu fyrirtæki sem byggja á hugviti geta verið staðsett hvar sem er í heiminum og frumkvöðlar velja fyrirtækjum sínum stað þar sem umhverfið er hagfellt með tilliti til opinbers stuðnings og aðgangs að mannauði, góðu og stöðugu rekstrarumhverfi og góðri aðstöðu. Faglegur og fjárhagslegur stuðningur auk aðstoðar á fyrstu stigunum í fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda er lykilatriði. Hver svo sem málalok verða með Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá þarf áfram að hlúa vel að frumkvöðlum, skapa þeim gott vinnuumhverfi og auðveldan aðgang að upplýsingum og faglegri aðstoð. Það er þjóðarhagur að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum umhverfi sem er fullkomlega samkeppnishæft við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Íslensk yfirvöld geta ekki treyst á að það gerist af sjálfu sér í framtíðinni frekar en hingað til. Karl Friðriksson er deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar